Erlent

Næststærsti eldhnötturinn í þrjátíu ár

Kjartan Kjartansson skrifar
Loftsteinninn sprakk yfir Beringshafi við Rússland. Myndin er úr safni.
Loftsteinninn sprakk yfir Beringshafi við Rússland. Myndin er úr safni. Vísir/Getty
Loftsteinn sem sprakk í lofthjúpi jarðarinnar í desember var sá næststærsti af sinni tegund í þrjátíu ár. Krafturinn í sprengingunni var tífalt meiri en orkan sem losnaði í kjarnorkusprengjunni sem Bandaríkjamenn vörpuðu á japönsku borgina Híróshíma.

Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA segja að loftsteinninn hafi sprungið yfir Beringshafi undan ströndum Kamtsjakaskaga í Rússland um hádegi að staðartíma 18. desember. Því hafi fáir orðið hennar varir.

Talið er að loftsteinninn hafi verið nokkrir metrar að stærð. Hann hafi fallið inn í lofthjúp jarðarinnar á 32 kílómetra hraða á sekúndu og sprungið um 25,6 kílómetrum yfir yfirborði hennar.

Lindley Johnson, geimvarnasérfræðingur NASA, segir við breska ríkisútvarpið BBC að sprengingin hafi verið sú stærsta frá því að loftsteinn sprakk yfir rússnesku borginni Tsjéljabinsk fyrir sex árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×