Enski boltinn

Rakel og félagar sluppu við Manchester City og Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir. Getty/Catherine Ivill
Rakel Hönnudóttir og félagar hennar í Reading höfðu heppnina með sér þegar dregið var í undanúrslit ensku bikarkeppninnar í morgun.

Reading fékk heimaleik á móti West Ham United og slapp þar með við að mæta stórliðum Manchester City og Chelsea sem mætast í hinni viðureigninni.

Manchester City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og City er nýbúið að tryggja sér enska deildabikarinn. Chelsea er í þriðja sætinu en varð bikarmeistari í fyrra eftir 3-1 sigur á Arsenal. Manchester City vann bikarinn 2017.

Reading er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mætir þarna liði West Ham sem er í sjötta sætinu.

Reading á því fína möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitaleik enska bikarsins en hann verður spilaður á Wembley leikvanginum í maí. Reading hefur aldrei náð að komast í bikarúrslitaleikinn.

Rakel Hönnudóttir var hetja Reading í gær þegar liðið komst í undanúrslit bikarsins þegar hún kom inn á sem varamaður og átti stóran þátt í sigurmarkinu í framlengdum leik á móti Manchester United.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×