Lífið

Hozi­er flutti ó­vænt Take Me To Church í neðan­jarðar­lestar­kerfinu í New York

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hozier gladdi marga með flutninginum.
Hozier gladdi marga með flutninginum.
Tónlistarmaðurinn Andrew Hozier-Byrne, betur þekktur sem Hozier, tók á dögunum sitt þekktasta lag, Take Me To Church í neðanjarðarlestarkerfi New York.

Með honum voru nokkrir tónlistarmenn sem og bakraddir.

Hozier gaf lagið út árið 2014 og varð það eitt allra vinsælasta lag heims á þeim tíma. Hann kom meðal annars fram á Iceland Airwaves það ár og flutti lagið.

Hér að neðan má sjá flutninginn í New York sem og flutning Hozier á laginu á Airwaves á sínum tíma.

Hozier í Hörpunni 2014






Fleiri fréttir

Sjá meira


×