Erlent

Eyðilegging í Mósambík og Simbabve eftir fellibylinn Idai

Kjartan Kjartansson skrifar
Rauði krossinn telur að allt að 90% hafnarborgarinnar Beira hafi orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst í fellibylnum.
Rauði krossinn telur að allt að 90% hafnarborgarinnar Beira hafi orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst í fellibylnum. AP/Rauði krossinn
Hafnarborgin Beira í Mósambík er í rúst eftir að fellibylurinn Idai gekk þar á land á fimmtudag. Að minnsta kosti 68 af þeim 150 sem talið er að hafi látið lífið í fellibylnum í sunnanverðri Afríku fórust við Beira. Björgunarlið komst fyrst til borgarinnar í gær.

Auk þeirra látnu eru rúmlega 1.500 slasaðir í Mósambík eftir að tré og brak úr byggingum féll á þá, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjölda manns hefur verið bjargað neðan úr trjám og íbúðarhús eru gereyðilögð.

Talsmaður Rauða krossins segir að þó að ástandið í Beira sé slæmt þá sé talið að svæðinu í kringum borgina hafi orðið enn verr úti.

Neyðarástandi hefur einnig verið lýst yfir í Simbabve þar sem rúmlega áttatíu manns hafa látið lífið í austan- og sunnanverðu landinu.

Í Malaví fórust 122 manns í flóðum af völdum úrhellis sem byrjaði áður en fellibylurinn gekk á land.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×