Erlent

Búið að handtaka árásarmanninn í Utrecht

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögregluyfirvöld í Hollandi hafa náð að handtaka Gokmen Tanis, sem grunaður um að hafa myrt þrjá og sært aðra fimm þegar hann hóf skotárás í sporvagni í hollensku borginni Utrecht klukksn 9:45 að íslenskum tíma í morgun.
Lögregluyfirvöld í Hollandi hafa náð að handtaka Gokmen Tanis, sem grunaður um að hafa myrt þrjá og sært aðra fimm þegar hann hóf skotárás í sporvagni í hollensku borginni Utrecht klukksn 9:45 að íslenskum tíma í morgun. Mynd/Lögreglan í Utrecht
Lögregluyfirvöld í Hollandi hafa náð að handtaka Gokmen Tanis, sem grunaður um að hafa myrt þrjá og sært aðra fimm þegar hann hóf skotárás í sporvagni í hollensku borginni Utrecht klukksn 9:45 að íslenskum tíma í morgun.

Tanis var handtekinn í Oudenoord hverfinu í Utrecht að því er fram kemur í máli lögreglunnar í Utrecht.

Lögreglan í Utrecht hefur ekki útilokað um að hryðjuverk sé að ræða en saksóknarinn í málinu sagði í viðtali við Sunday Times að tilefni árásarinnar liggi ekki fyrir að svo stöddu en bætir við árásin gæti tengst fjölskylduósætti.

Sky News hefur eftir tyrkneska ríkisútvarpsins Andadolu, að ættingjar árásarmannsins hefðu ástæðu til að ætla að tilefni árásarinnar væri fjölskylduerjur. Tanis hefði þannig miðað og skotið á ættingja sinn sem hafi verið um borð í sporvagninum. Þegar farþegarnir hafi síðan gert sig líklega til að koma ættingjanum til aðstoðar á Tanis að hafa hafið skothríð.

Tanis náði að flýja vettvang en hann hefur verið á flótta undan lögregluyfirvöldum frá því um tíuleytið í morgun. Hollenska lögreglan lýsti eftir hinum 37 ára manni vegna árásarinnar og birti mynd af honum á Twitter-síðu lögreglu.

Árásarmaðurinn, hinn 37 ára Gökmen Tanis, er fæddur í Tyrklandi. Í tilkynningu frá lögreglu var almenningur beðinn um að tilkynna strax um ferðir mannsins en fólki er ráðið frá því að nálgast hann. Ljósmyndin sem lögreglan birti í dag virðist vera tekin úr öryggismyndavél í sporvagni.

Mikill viðbúnaður hefur verið í Utrecht í dag og íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 

Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum kl. 18:52


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×