Handbolti

Seinni bylgjan: „Þetta er ótrúlegasta vörn sem ég hef séð“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Snær Njálsson leyfir fáum að komast framhjá sér.
Ragnar Snær Njálsson leyfir fáum að komast framhjá sér. Mynd/S2 Sport
Ragnar Snær Njálsson tók skóna af hillunni á dögunum og ákvað að taka slaginn með Stjörnumönnum í Olís deildinni. Seinni bylgjan skoðaði betur góð áhrif hans á varnarleik Stjörnuliðsins.

„Getur verið ástæðan sé að Raggi sé að koma inn. Þetta smitar svo út frá sér,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson um Ragnar og varnarleik Stjörnumanna.

Stjörnumenn hafa spilað miklu betur eftir komu Ragnars og hafa fengið þrjú stig út úr síðustu þremur leikjum sínum. Eina tapið í þessum þremur leikjum var naumt tap á móti Haukum.

Undir umfjölluninni er sýnt myndband af varnartilþrifum Ragnars í sigurleiknum á móti Fram og Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar var það hrifinn að hann kallaði upp fyrir sig: „Þetta er ótrúlegasta vörn sem ég hef séð.“

„Þetta er geggjað,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson um önnur varnartilþrif Ragnars í leiknum á móti Fram.

„Rúnar gefur þeim kraft og elju. Við sáum það líka bara í fagninu hans. Þetta er búið að vera þungt og Raggi er svona góður,“ sagði Jóhann Gunnar.

„Einn svona gæi smitar út frá sér. Ég skal bara lofa ykkur því,“ sagði Gunnar Berg.

Það má finna umfjöllun Seinni bylgjunnar um Ragnar Snæ Njálsson hér fyrir neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Ótrúlegasta vörn sem hann hefur séð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×