Viðskipti innlent

Landsbankinn kaupir fyrir rúmlega 400 milljónir í Heimavöllum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla.
Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla.
Landsbankinn hefur aukið hlut sinn í leigufélaginu Heimavöllum úr 2,66 prósentum í 5,68 prósent. Í flöggun til Kauphallarinnar kemur fram að aukningin sé tilkomin eftir kaup Landsbankans á 340 milljónum hlutum í Heimavöllum.

Viðskiptin áttu sér stað í gær en þá var gengi bréfa félagsins 1,25 krónur á hlut. Kaup Landsbankans nema því um 425 milljónum króna.

Fyrir viðskiptin átti Landbankinn næstum 299 milljónir hluti í Heimavöllum en á nú um 640 milljón hluti. Heildareign Landsbankans í félaginu er því rétt rúmlega 800 milljónir króna.


Tengdar fréttir

Eignasala Heimavalla gæti tekið fjögur ár

Búist er við því að Heimavöllum verði slitið ef tillaga um afskráningu félagsins úr kauphöll verður samþykkt. Tafsamt gæti orðið að selja fasteignir félagsins, sér í lagi á Suðurnesjum. Greinandi Capacent segir andstöðu verkalýðsfélaga gagnvart leigufélögum óskiljanlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×