Innlent

Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið

Jakob Bjarnar skrifar
Meðlimir No Border hindruðu aðgengi að þinghúsinu og eru nú þrjú þeirra í haldi lögreglu.
Meðlimir No Border hindruðu aðgengi að þinghúsinu og eru nú þrjú þeirra í haldi lögreglu. visir/egill
Þrír mótmælendur, sem kenna sig við No Border, voru handteknir nú fyrir stundu. Að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns hafði vel á þrjátíu manna hópur komið sér fyrir við inngang glerskála Alþingishússins og hindruðu starfsfólk þingsins sem og þingmenn í að komast þar inn.

„Já, þau stóðu þarna öxl í öxl og hindruðu eðlilegt aðgengi. Starfsfólk þingsins óskaði eftir aðstoð lögreglu til að koma málum í eðlilegt horf,“ segir Ásgeir Þór í samtali við Vísi.

Yfirlögregluþjónninn segir að þegar lögregla kom þar að hafi mótmælendur þverskallast við og hlýddu ekki tilmælum.

„Þau fóru aftur að inngangi eða hlýddu ekki. Þrjú voru handtekin,“ segir Ásgeir Þór. Hann gerir ráð fyrir því að þau verði látin laus eftir um klukkustund eða þegar búið er að taka af þeim skýrslu.

Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar var einn þeirra sem smokra sér hjá varnarlínu mótmælenda.visir/egill



Fleiri fréttir

Sjá meira


×