Innlent

Grunaður um þrjár líkamsárásir í Eyjum

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. Vísir/Einar Árnason
Þrjár líkamsárásir voru kærðar í Vestmannaeyjum í liðinni viku en í öllum tilvikum var um sama árásarmann að ræða. Lögreglan í Vestmannaeyjum segir að í tveimur tilvikum hafi verið um minniháttar áverka á ræða en í einu tilviki var um meiriháttar áverka að ræða.

Auk árásanna þá er sami aðili kærður fyrir, hótanir, húsbrot, eignaspjöll, þjófnað, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot.

Þá er hann einnig kærður fyrir ofbeldi og hótanir gagnvart lögreglu og brot gegn valdstjórn með því að stinga á fjóra hjólbarða á lögreglubifreið.

Með því hindraði hann störf lögreglu sem litið er mjög alvarlegum augum. Maðurinn var handtekinn og í framhaldi af því færður fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald í fjórar vikur vegna brota á skilorði og ólokinna mála í refsivörslukerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×