Innlent

Mótmælendur komnir á Hlemm

Jakob Bjarnar skrifar
Mótmælendur hafa nú hópast saman fyrir framan lögreglustöðina sem stendur við Hlemm.
Mótmælendur hafa nú hópast saman fyrir framan lögreglustöðina sem stendur við Hlemm. visir/friðrik þór
Mótmælendur hafa nú safnast saman við Hlemm, fyrir framan lögreglustöðina sem stendur við Hverfisgötu. Þeir eru að mótmæla handtöku þriggja mótmælenda sem stilltu sér upp fyrir framan Alþingishúsið fyrr í dag.

Eins og Vísir hefur greint frá verður þeim sleppt eftir skýrslutöku. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir þau ekki hafa hlýtt eðlilegum tilmælum þegar þau hindruðu aðgengi að þinghúsinu.

Mótmælendur hafa hins vegar hafnað því að þeir hafi hindrað það að nokkur kæmist í húsið, aðeins gert það óþægilegt að fara þar inn, til að minna á að mótmæli vegna aðbúnaðar flóttafólks væru hvergi nærri búin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×