Innlent

Hríð og versnandi akstursskilyrði í dag

Kjartan Kjartansson skrifar
Spáð er versnandi akstursskilyrðum á landinu í dag. Myndin er úr safni.
Spáð er versnandi akstursskilyrðum á landinu í dag. Myndin er úr safni.
Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Vestfirði og Austurland þar sem spáð er norðaustan hvassviðri með éljum og skafrenningi síðdegis. Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Draga á úr vindi og úrkomu í nótt og í fyrramálið.

Veðurstofan spáir vaxandi norðaustanátt með 13-23 metrum á sekúndu síðdegis, hvössustu norðvestantil og við suðausturstöndina. Gert er ráð fyrir snjókomu eða éljum norðantil, slyddu við austurströndina en þurru sunnan- og vestanlands.

Á morgun á að draga úr vindi og er spáð 8-15 metrum á sekúndu og dálitlum éljum norðaustantil eftir hádegi. Létta á til sunnan- og vestanlands. Frost verður á bilinu núll til átta gráður, kaldast inn til landsins en víða frostlaust við sjávarsíðuna yfir daginn, mildast sunnantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×