Lífið

Liam í Prodigy kveður Keith: Í áfalli, reiður, ráðvilltur og harmi sleginn

Atli Ísleifsson skrifar
Keith Flint varð 49 ára gamall.
Keith Flint varð 49 ára gamall. Prodigy
Liam Howlett, forsprakki sveitarinnar Prodigy, staðfestir í færslu á Instagram-síðu sveitarinnar að söngvari Keith Flint hafi svipt sig lífi. Flint fannst látinn á heimili sínu í Essex í morgun.

„Fréttirnar eru sannar, ég trúi því ekki að ég sé að segja þetta en bróðir okkar Keith svipti sig lífi um helgina. Ég er í áfalli, fokking reiður, ráðvilltur og harmi sleginn. Hvíl í friði. Liam bróðir,“ skrifar Howlett á opinberri Instagram-síðu Prodigy.

Greint var frá því í morgun að sjúkralið hafi komið að manni meðvitundarlausum á heimili Flint og hafi hann verið úrskurðaður látinn á staðnum.

Sveitin naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum meðal annars með lögunum Firestarter, Breathe og Smack My Bitch Up.

Keith Flint kom margsinnis til Íslands til að halda tónleika með sveitinni Prodigy. Frægir eru tónleikar sveitarinnar á tónlistarhátíðinni Uxa 1995 en hún hélt einnig tónleika hér á landi 1994, 1998, 2004 og loks á Secret Solstice 2017.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.

Nánari upplýsingar hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×