Golf

Englendingurinn Brodie ráðinn afreksstjóri GSÍ

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brynjar Eldon Geirsson hjá GSÍ býður hér Brodie velkominn til starfa.
Brynjar Eldon Geirsson hjá GSÍ býður hér Brodie velkominn til starfa. mynd/gsí
Mikill áhugi var á starfi afreksstjóra Golfsambands Íslands en sambandið ákvað á endanum að ráða hin 44 ára gamla Englending Gregor Brodie í starfið.

Alls sóttu 40 manns um starfið og þar af voru 32 umsóknir frá erlendum einstaklingum. Brodie tekur við starfinu af Jussi Pitkänen sem er farinn heim að þjálfa hjá Finnum.

Gregor Brodie er með meistaragráðu í þjálffræði frá íþróttaháskólanum í Birmingham á Englandi. Brodie hefur frá árinu 2010 starfað sem PGA kennari og þjálfari.

Árið 2012 var Gregory Brodie á lista yfir 100 bestu golfþjálfara Bretlandseyja í tímaritinu Golf World segir í fréttatilkynningu GSÍ.

Nánar má lesa um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×