Enski boltinn

Kane spilar líklega um næstu helgi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kane liggur í grasinu eftir að hafa meiðst í leiknum gegn Man. Utd.
Kane liggur í grasinu eftir að hafa meiðst í leiknum gegn Man. Utd. vísir/getty
Bati framherja Tottenham, Harry Kane, hefur verið miklu betri en menn þorðu að vona og nú er talið líklegt að hann spili með liðinu um næstu helgi.

Spurs sækir þá Burnley heim á Turf Moor. Það yrði fyrsti leikur Kane síðan hann meiddist á ökkla í leik gegn Man. Utd þann 13. janúar síðastliðinn.

Tottenham hefur reyndar gengið mjög vel án hans og unnið alla fjóra deildarleiki sína sem og að liðið vann Dortmund 3-0 í Meistaradeildinni.

Liðið féll þó úr báðum bikarkeppnum á þessum tíma en er í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni og hefur ekki sagt sitt síðasta orð í titilbaráttunni.

Kane er markahæsti leikmaður Tottenham á tímabilinu með 20 mörk í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×