Sevilla fyrsta liðið í 16-liða úrslitin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úr fyrri leik liðanna.
Úr fyrri leik liðanna. vísir/getty
Sevilla er fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 2-0 sigur á Lazio.

Heimamenn voru í ágætum málum eftir fyrri leikinn sem þeir unnu 1-0 í Ítalíu.

Wissam Ben Yedder fór langt með að tryggja sætið þegar hann skoraði fyrir Sevilla á 20. mínútu og voru heimamenn með eins marks forystu í hálfleik.

Eftir klukkutíma leik fékk Franco Vazquez sitt annað gula spjald og var sendur af velli með rautt spjald. Gestirnir fengu þó ekki langan tíma til þess að njóta liðsmunarins því Adam Marusic fékk beint rautt spjald tíu mínútum síðar.

Pablo Sarabia kláraði svo leikinn og einvígið með öðru marki Sevilla á 78. mínútu. Sevilla vann leikinn því 2-0 og einvígið samtals 3-0.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira