Körfubolti

Búið að kæra Stjörnumanninn fyrir hnefahöggið í Höllinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn ÍR kunnu ekki að meta hegðun stuðningsmanns Stjörnunnar í Höllinni.
Stuðningsmenn ÍR kunnu ekki að meta hegðun stuðningsmanns Stjörnunnar í Höllinni. mynd/ólafur þór jónsson
Körfuknattleiksdeild ÍR staðfesti í morgun að búið væri að kæra stuðningsmann Stjörnunnar sem réðst á stuðningsmann ÍR í undanúrslitaleik liðanna í Geysisbikarnum.

Þar sem málið sé komið í ferli hjá lögreglunni þá ætlar körfuknattleiksdeildin ekki að tjá sig frekar um málið á meðan það er í rannsókn.





Eins og fram kom á Vísi í gær þá mætti þessi tiltekni stuðningsmaður Stjörnunnar einnig á úrslitaleik Geysisbikarsins.

Það gerði hann með fullu leyfi körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar sem kaus aðeins að veita stuðningsmanninum gult spjald fyrir sína hegðun. Stjarnan sá svo ekki ástæðu til þess að fordæma þessa hegðun á sínum miðlum.

ÍR-ingar sendu frá sér yfirlýsingu strax eftir leik þar sem hegðun Stjörnumannsins var hörmuð. Hér má sjá hnefahöggið í undanúrslitunum.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×