Sport

Hafnarboltastjarna fær 36 milljarða samning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manny Machado er ríkur maður.
Manny Machado er ríkur maður. AP/Jae C. Hong
Hafnarboltamaðurinn Manny Machado hefur gert einn stærsta samninginn í sögu bandarískra íþrótta samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla.

Manny Machado er að semja við San Diego Padres og á að fá 300 milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða rétt tæplega 36 milljarða íslenskra króna.

Manny Machado er 26 ára og spilaði með Los Angeles Dodgers á síðasta tímabili. Fyrstu sex ár ferilsins var hann aftur á móti leikmaður Baltimore Orioles.

Hann fékk sextán milljónir dollara fyrir síðasta tímabil en þessi samningur er af allt annarri stæðargráðu.

Machado er frábær leikmaður en hann hefur fjórum sinnum komist í Stjörnuleik MLB-deildarinnar og tvisvar unnið Gullhanska deildarinnar. Fáir hafnarboltaleikmenn státa af sömu hæfileikum og Machado.

Philadelphia Phillies, Chicago White Sox og New York Yankees voru öll á eftir undirskrift Manny Machado en misstu af honum.





San Diego Padres hefur eytt miklum peningi í að styrkja liðið sitt á síðustu misserum og þar á bæ ætla menn sé stóra hluti.

Alls hafa forráðamenn Padres nú eytt 474 milljónum dollara í nýja leikmenn undanfarin tvö tímabil eða meira en öll önnur lið deildarinnar. Sem dæmið um stökkið sem félagið hefur tekið er að Padres eyddi alls 309 milljónum dollara í nýja leikmenn í aldarfjórðung þar á undan.

San Diego er ennþá með hafnarboltalið en þessi borg í suður Kaliforníu hefur misst bæði NBA-liðin sín (Rockets til Houston 1971 og Clippers til Los Angeles 1984) sem og NFL-liðið sitt (Charges til Los Angeles 2017).

San Diego Padres hefur aldrei unnið hafnarboltatitilinn en tvisvar komist í úrslitin. Síðast spilaði San Diego Padres liðið í „World Series“ fyrir meira en tuttugu árum eða haustið 1998.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×