Enski boltinn

Nantes hótar að fara með mál Sala til FIFA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Enn er deilt um peninga vegna Sala.
Enn er deilt um peninga vegna Sala. vísir/getty
Knattspyrnufélögin Nantes og Cardiff City deila enn um hvort velska félaginu beri að greiða kaupverð Argentínumannsins sem lést í flugslysi á leið sinni til Cardiff.

Sala lést tveimur dögum eftir að hann skrifaði undir hjá Cardiff. Hann kostaði félagið 15 milljónir punda og er dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi.

Fyrsta greiðslan til Nantes vegna kaupanna á að berast í dag en Cardiff þráast við að greiða. Fái Nantes enga peninga í dag þá ætla þeir með málið til Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA.

Cardiff vill ekki greiða neitt fyrr en rannsókn flugslyssins er lokið. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvort flugstjórinn, David Ibbotson, hafi verið með leyfi til þess að fljúga með farþega í vélinni.

Ef hann var ekki með slíkt leyfi þá vill Cardiff meina að Nantes sé skaðabótaskylt. Cardiff vill því setja allar greiðslur á ís þar til öll kurl eru komin til grafar í þessu sorglega máli.


Tengdar fréttir

Fótboltaheimurinn minnist Sala

Fótboltaheimurinn er í sárum eftir að Emiliano Sala lést í flugslysi en lík hans fannst í fyrradag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×