Lífið

Drulluskítugt vatn verður drykkjarhæft

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rober er gríðarlega vinsæll á YouTube.
Rober er gríðarlega vinsæll á YouTube.
Verkfræðingurinn Mark Rober gerir aðeins eitt YouTube-myndband á mánuði eða 12 á ári. Hann vandar vel til verka og hefur tekið upp á ýmislegu í gegnum tíðina.

Á dögunum ákvað hann að leggja gildru fyrir þjófa en fyrst þurfti hann að hanna og búa slíka gildru til. Þar kom ferill Rober sér vel, því hann vann hjá NASA og hannaði búnað sem er um borð í Curiosity, vélmenni NASA á Mars.

Rober hefur sömuleiðis hannað ýmislegt annað og hefur getið sér gott orð á Youtube, þar sem hann deildi myndbandi af þróun gildrunnar og því þegar þjófar féll í gildruna.

Í nýjusta myndbandinu fer aftur á móti Rober yfir það hvernig hægt sé að blanda dufti út í drulluskítugt vatn með þeim afleiðingum að skíturinn lekur á botninn og hægt er að drekka vatnið sem er fyrir ofan leðjuna.

Duft sem á að breyta heiminum og er Rober ekki upphafsmaður þess, en í myndbandinu fer hann aftur á móti yfir hvernig það virkar og af hverju vatnið verði allt í einu drykkjarhæft.

Hjónin Bill og Melinda Gates framleiða myndbandið í samstarfi við Rober en tæknin gæti breytt stöðu margra milljóna út í hinum stóra heimi, og þar sérstaklega þar sem vatn er á skornum skammti.


Tengdar fréttir

Hannaði vinalegustu bílflautu heims

Sumum finnst nokkuð tónlegt að ýta á bílflautuna og er ástæðan fyrir því sennilega að fólki finnst hljóðið í flautunni of dónalegt eða ágengt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×