Viðskipti erlent

Samsung kynnti nýju Galaxy Fold og S10 5G símana

Atli Ísleifsson skrifar
Galaxy Fold síminn.
Galaxy Fold síminn.
Tæknirisinn Samsung kynnti fyrr í dag nýja Galaxy Fold símann og nokkrar gerðir af S10 símum sínum, en kynningarinnar hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu.

Galaxy Fold síminn, sem er þannig hannaður að hægt er að brjóta hann saman, fer í sölu eftir um tvo mánuði, nokkru fyrr en búist var við.

Á kynningunni var sagt frá því að eftir að búið er að opna Fold símann myndist skjár sem svipi til hefðbundinnar spjaldtölvu, 18,5 sentimetra að breidd.

Í frétt BBC um málið segir að Samsung hafi hannað S10 símana þannig að framleiðslukostnaðurinn yrði ekki of mikill.

Er fyrirtækið þar að bregðast við gagnrýni á háum kostnaði við kaup á S9 símum, en sala á þeim var undir nokkru væntingum.

Að neðan má sjá kynningu Samsung á S10 símunum.

Sjá má kynninguna í heild sinni að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×