Fótbolti

Simeone: Hreðjafagnið kom beint frá hjartanu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Simeone var að venju mjög líflegur á hliðarlínunni.
Diego Simeone var að venju mjög líflegur á hliðarlínunni. EPA/Rodrigo Jimenez
Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, móðgaði margra með því hvernig hann fagnaði fyrsta marki liðsins í sigrinum á Juventus í gærkvöldi.

Atletico Madrid vann 2-0 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Diego Simeone bað alla þá afsökunar sem hann særði með fagnaðarlátum sínum en tók jafnframt það fram að þau hafi „komið beint frá hjartanu“ eins og Argentínumaðurinn skapheiti orðaði það.





Jose Maria Gimenez kom Atletico Madrid í 1-0 á 78. mínútu og þá snéri Diego Simeone sér að stuðningsmönnum liðsins og greip um hreðjar sínar.

„Þetta er ekki falleg kveðja, ég viðurkenni það, en mér fannst ég þurfa að gera þetta,“ sagði Diego Simeone.

„Ég gerði þetta þegar ég var sjálfur leikmaður hjá Lazio og ég gerði þetta núna til að sýna stuðningsmönnum okkar að við erum með hreðjar. Ég get bara beðist afsökunar ef ég særði einhvern með þessu,“ sagði Simeone.

Diego Godin bætti við öðru marki fimm mínútum síðar og Atletico Madrid er í mjög góðum málum fyrir seinni leikinn á Ítalíu.

Simeone lagði sérstaklega áherslu á það að kveðjan hans var einungis ætluðu stuðningsfólki Atletico.

„Ég var ekki að beina þessu að hinu liðinu. Ég snéri til okkar stuðningsmanna,“ sagði Simeone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×