Handbolti

Róbert Aron kýldur í miðbænum og verður lengi frá

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Róbert Aron Hostert.
Róbert Aron Hostert. vísir/bára
Stórskyttan Róbert Aron Hostert, leikmaður Vals, mun ekki spila handbolta á næstunni eftir að hafa orðið fyrir árás í miðbæ Reykjavíkur.

Róbert Aron staðfesti við Morgunblaðið að hann hefði fengið þungt högg í andlitið þar sem hann var að bíða eftir leigubíl eftir að hafa verið að skemmta sér í bænum.

Róbert sagði árásina hafa verið tilefnislausa og að árásarmaðurinn hefði flúið eftir að hafa veitt honum þungt högg í andlitið. Leikmaðurinn þekkti ekki árásarmanninn.

Sprunga kom á kinnbeinið við höggið og Róbert getur því ekki spilað með Valsmönnum í að minnsta kosti sex vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×