Erlent

Tveir skotnir til bana í Svíþjóð

Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Maðurinn sem var handtekinn mun hafa verið á vettvangi og talsmaður lögreglunnar segir hegðun hans hafa leitt til þess að hann hafi verið handtekinn. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Maðurinn sem var handtekinn mun hafa verið á vettvangi og talsmaður lögreglunnar segir hegðun hans hafa leitt til þess að hann hafi verið handtekinn. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. EPA/JOHAN NILSSON
Tveir eru látnir eftir skotárás í bænum Upplands-Bro, sem er norðvestur af Stokkhólmi. Einn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Árásin var gerð í grennd við barnaskóla í bænum og verður hann lokaður í dag vegna málsins. Lögreglan fékk í nótt tilkynningu um að einn hafi verið skotinn í bænum.

Þegar lögregluþjóna bar að garði fannst einn maður liggjandi í blóði sínu og lést hann skömmu síðar. Nokkur hundruð metrum í burtu fannst síðan annað fórnarlamb sem hafði einnig verið skotið. Vitni segir Aftonbladet að hann hafi heyrt fleiri en tíu skot.

Maðurinn sem var handtekinn mun hafa verið á vettvangi og talsmaður lögreglunnar segir hegðun hans hafa leitt til þess að hann hafi verið handtekinn. Hann er grunaður um morðin tvö. Þetta er önnur skotárásin í bænum á rúmri viku og er talið að þær tengist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×