Innlent

Þorsteinn bað Þórhildi Sunnu afsökunar á orðum sínum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, bað Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, afsökunar við upphaf þingfundar í dag.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, bað Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, afsökunar við upphaf þingfundar í dag.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun undir liðnum fundarstjórn forseta og bað Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, afsökunar á orðum sínum á Alþingi í gærkvöldi.

Vísir fjallaði um orðaskipti þingmannanna í gær en í umræðu um frumvarp um fæðingarstyrk til handa móður sem hefur gefið barn sitt til ættleiðingar velti Þorsteinn því upp hvort að Þórhildur Sunna hefði sjálf reynslu af þungunarrofi.

Þórhildi þótti þessi framganga Þorsteins ekki þingmanni sæmandi og spurði á móti hvort að Þorsteinn legði það í vana sinn að spyrja aðra þingmenn út í þeirra heilsufarssögu.

„Í umræðum hér í gærkvöldi og í viðræðum við háttvirtan þingmann Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur notaði ég óviðurkvæmilegt orðalag sem ég vil af sama stóli biðja háttvirtan þingmann velvirðingar á. Það er eins og við vitum öll að okkur ber að umgangast hvert annað í þessum sal af kurteisi og virðingu. Upp á hvort tveggja skorti í mínu tilfelli í gærkvöldi og ég endurtek afsökunarbeiðni mína til háttvirts þingmanns,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×