Erlent

Mislingafaraldur á Madagaskar talinn hafa kostað yfir 900 manns lífið

Andri Eysteinsson skrifar
Baobab tré eru þekkt úr náttúru Madagaskar.
Baobab tré eru þekkt úr náttúru Madagaskar. EPA/Nic Bothma
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar að mislingafaraldur sem geisað hefur á afríska eyríkinu Madagaskar hafi kostað yfir 900 manns lífið. AP greinir frá.

Sjúkdómurinn var fyrst greindur í september síðastliðnum og hafa yfir 68.000 tilfelli greinst síðan. Staðfest hefur verið að 533 dauðsföll hafi orðið af völdum mislinga en grunur leikur á um að 373 dauðsföll megi einnig rekja til sjúkdómsins.

Yfirvöld á eyjunni kenna lágri bólusetningartíðni um faraldurinn en talið er að yfir 40% eyjaskeggja séu ekki bólusettir, samkvæmt tölum frá WHO og UNICEF.

Sá hópur sem eru í mestri hættu vegna mislinga eru börn á aldrinum níu til ellefu mánaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×