Körfubolti

Gríska fríkið afgreiddi Boston

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Giannis sækir að körfu Boston í nótt.
Giannis sækir að körfu Boston í nótt. vísir/getty
NBA-deildin fór loksins af stað aftur í nótt eftir stjörnuleikshelgina og það var boðið upp á stórleik þar sem Milwaukee tók á móti Boston.

Það var aðeins ryð í liðunum framan af en það var mikið líf í leiknum í fjórða leikhluta enda allt í járnum. Það var að lokum Khris Middleton sem skoraði sigurkörfu Bucks. Kyrie Irving hefði getað unnið leikinn en hitti ekki úr lokaskoti leiksins.

Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig fyrir Bucks og tók þess utan 13 fráköst. Bucks sem fyrr á toppi Austurdeildarinnar en Boston er í fimmta sæti.





LeBron James skoraði 29 stig og Brandon Ingram var með 27 er LA Lakers náði að vinna flottan sigur á Houston.





James Harden fór að sjálfsögðu yfir 30 stigin fyrir Houston en hann er nú búinn að skora yfir 30 stig 32 leiki í röð sem er það næstbesta í sögu NBA-deildarinnar.





Stephen Curry skoraði svo 36 stig fyrir meistara Golden State Warriors sem unnu tveggja stiga sigur gegn Sacramento.





Úrslit:

Cleveland-Phoenix  111-98

Philadelphia-Miami  106-102

Brooklyn-Portland  99-113

Milwaukee-Boston  98-97

Golden State-Sacramento  125-123

LA Lakers-Houston  111-106

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×