Viðskipti innlent

Guðrún Nordal áfram forstöðumaður Árnastofnunar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Mynd/Stjórnarráðið
Guðrún Nordal mun veita Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum forstöðu næstu fimm árin og tók við skipunarbréfi þess efnis í gær úr hendi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Guðrún hefur verið forstöðumaður stofnunarinnar síðan árið 2009 og mun því gegna embættinu áfram.

Guðrún hefur gegnt margvísilegum trúnaðarstörfum í þágu íslensk vísindasamfélags, meðal annars verið formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs (í ráðinu frá 2003) og stjórnarformaður Rannsóknasjóðs og Tækjasjóðs (seinna Innviðasjóðs) 2006-15, stjórnarformaður Nordforsk 2008-14, og í stjórn European Science Foundation 2006-15 og Fróðskaparsetursins í Færeyjum frá árinu 2017.

Staða forstöðumanns stofnunarinnar var auglýst hinn 10. október síðastliðinn Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er háskólastofnun sem hefur náin tengsl við Háskóla Íslands. Hlutverk hennar er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum og skyldum fræðigreinum, einkum á sviði miðaldafræða, íslenskrar tungu og bókmennta, að miðla þekkingu á þeim fræðum og varðveita og efla þau söfn sem henni eru falin eða hún á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×