Svanasöngur Puel?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Puel niðurlútur í dag.
Puel niðurlútur í dag. vísir/getty
Það eru líkur á því að Claude Puel, stjóri Leicester, verði rekinn á næstu klukkutímum en Leicester steinlá fyrir Crystal Palace á heimavelli í kvöld, 4-1.

Palace komst yfir fimm mínútum fyrir hlé en þá skoraði Michy Batshuayi skondið mark. James McArthur skaut boltanum einfaldlega í Batshuayi og í netið. Fyrsta mark Belgans fyrir Palace.

Jonny Evans jafnaði metin fyrir Leicester á 64. mínútu en hann skoraði þá eftir að Harvey Barnes fann hann í teignum með sendingu. Á þessum tímapunkti var Leicester að spila vel og við það að taka yfir leikinn.

Það var hins vegar kippt undan þeim fótunum sex mínútum síðar er Wilfried Zaha skoraði eftir sendingu frá James McArthur en Zaha var gapandi frír á fjærstönginni.

Palace fékk svo enn eina vítaspyrnuna níu mínútum fyrir leikslok eftir klaufaleg brot Jonny Evans. Á punktinn steig hinn öryggi Luka Milivojevic og skoraði.

Ballið var ekki búið því Wilfried Zaha bætti við öðru markinu sínu og fjórða marki Palace í uppbótartíma eftir vel útfærða skyndisókn og sendingu Jordan Ayew. Lokatölur 4-1.

Vandræði Leicester halda áfram. Þeir eru í tólfta sæti deildarinnar með 32 stig en þeir hafa ekki unnið leik síðan fyrsta janúar. Það gæti farið sem svo að Claude Puel verði rekinn.

Palace er hins vegar að fjarlægast fallsvæðið en þeir eru komnir upp í þrettánda sæti deildarinnar, sex stigum frá fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira