Enski boltinn

„Hjápar gríðarlega að hafa slíka fyrirmynd til að læra af“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Solskjær skilur stöðu framherja betur en margir aðrir
Solskjær skilur stöðu framherja betur en margir aðrir vísir/getty
Marcus Rashford hefur verið frábær fyrir Manchester United allt frá því Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu fyrir jól. Framherjinn segir það enga tilviljun.

Hinn 21 árs Rashford hefur skorað sex mörk í leikjunum 12 undir stjórn Norðmannsins.

Solskjær þekkir það einstaklega vel hvað þarf til þess að skora mörk, hann setti sjálfur 126 mörk á 11 ára ferli sínum hjá Manchester United.

„Það hefur hjálpað mér gríðarlega að hafa slíka fyrirmynd til þess að læra af,“ sagði Rashford.

„Hann kann þetta og skilur hlutverkið og þú ósjálfrátt lærir af því að vera í kringum hann. Ekki bara úti á vellinum heldur líka bara í samræðum, þetta hjálpar allt til.“

„En hann er líka búinn að vinna með öllum hinum leikmönnunum og það sést, varnarmennirnir hafa bætt sig, miðjumennirnir, liðið allt hefur bætt sig.“

United leikur einn stærsta, ef ekki þann stærsta, leik hvers tímabils á morgun þegar Liverpool mætir á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×