Enski boltinn

„Ég hegðaði mér ekki eðlilega“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það fóru nokkrar mínútur í það að hrauna yfir Mike Dean í leikslok
Það fóru nokkrar mínútur í það að hrauna yfir Mike Dean í leikslok vísir/getty
Mauricio Pochettino sagði að hann hafi ekki hagað sér eðlilega eftir tap Tottenham fyrir Burnley á Turf Moor í dag.

Þegar Mike Dean dómari flautaði leikinn af hellti Pochettino sér yfir hann, augljóslega mjög óánægður. Burnley vann leikinn 2-1.

„Það er mikilvægt að átta sig á að þetta var leikur sem var gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við þurftum þrjú stig til þess að vera í titilbaráttunni,“ sagði Argentínumaðurinn eftir leikinn.

„Ég hegðaði mér ekki eðlilega. Kannski var það afþví að ég vissi fyrir leikinn að það væri erfitt að berjast um titilinn án stiganna þriggja.“

Burnley skoraði fyrsta mark leiksins upp úr hornspyrnu sem Pochettino var mjög ósáttur með að Burnley hafi fengið, enda alls óvíst að boltinn hafi farið af leikmanni Tottenham og aftur fyrir.

„Þetta er staða þar sem allir á hliðarlínunni kvarta og kvarta. Stundum sjáum við hlutina öðruvísi og reynum að styðja okkar leikmenn.“

„Við gerðum mistök og fengum á okkur tvö mörk. Til hamingju Burnley. Við áttum ekki skilið að tapa en svona er fótboltinn.“

Pochettino sagðist ætla að samþykkja hvað sem gerist ef enska sambandið ákveður að gera eitthvað í málinu.

Klippa: Mauricio Pochettino Post Match Interview





Fleiri fréttir

Sjá meira


×