Enski boltinn

Kvennalið Manchester City deildarbikarmeistari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Janine Beckie og Karen Bardslay voru hetjur City í dag
Janine Beckie og Karen Bardslay voru hetjur City í dag vísir/getty
Kvennalið Manchester City er deildarbikarmeistari í fótbolta eftir sigur á Arsenal í vítaspyrnukeppni.

Manchester City á lið í úrslitum deildarbikarsins í bæði karla og kvennaflokki og byrjaði kvennaliðið bikarfögnuð félagsins í dag með 4-2 sigri á Arsenal í vítaspyrnukeppni eftir framlengingu.

Það var markalaust að loknum 120 mínútum á Brammall Lane en Manchester City hafði þó verið sterkari aðilinn í leiknum og meðal annars átt tvær marktilraunir í tréverkið í seinni hálfleik.

Bæði lið hittu úr fyrstu spyrnum sínum en Sari van Veenendaal varði aðra spyrnu Manchester City frá Lauren Hemp. Karen Bardsley gerði þá bara slíkt hið sama í marki City og staðan enn jöfn.

Bardsley varði líka þriðju spyrnu Arsenal og staðan var 3-2 þegar ein spyrna var eftir á hvort lið. Janine Beckie tók fimmtu spyrnu City, úrslitin í hennar höndum. Hún skoraði og Manchester City fagnaði þriðja deildarbikarmeistaratitlinum á fimm árum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×