Körfubolti

Magic hafði betur gegn Bucks | Harden stigahæstur í tapi

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik Bucks og Magic.
Úr leik Bucks og Magic. vísir/getty
Níu leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í nótt þar sem stærstu tíðindin voru án efa stórt tap toppliðs Milwaukee Bucks gegn Orlando Magic.

Lið Milwaukee Bucks hefur spilað frábærlega á þessari leiktíð og var fyrir leikinná toppi Austurdeildarinnar.

Það voru hinsvegar liðsmenn Orlando Magic sem mættu í þennan leik mikið ákveðnari og skoruðu fleiri stig bæði í fyrsta og öðrum leikhluta og var staðan 59-49 í hálfleik.

Forysta Orlando átti aðeins eftir að aukast í seinni hálfleiknum en það voru þeir Jonathan Isaac og Vucevic sem fóru fyrir liði Orlando og skoruðu flest stigin. Að lokum vann Orlando öruggan sigur 103-83.

Stigahæsti leikmaður Orlando í leiknum var Jonanthan Isaac með 17 stig en næstur á eftir honum var Vucevic með 15 stig. Stigahæstur í liði Bucks var Bledsoe með 19 stig. 

Í öðrum leikjum var það helst að Oklahoma City Thunder hafði beur gegn Houston Rockets í spennandi leik en lokastaðan þar var 117-112. Þar voru tveir leikmenn í aðalhlutverki en það voru þeir Paul George sem skoraði 42 stig fyrir Oklahoma og síðan að sjálfsögðu James Harden sem skoraði 45 stig.

 

Úrslit næturinnar:

 

Jazz 125-105 Spurs

Pacers 105-90 Cavaliers

Hawks 99-104 Raptors

Celtics 112-123 Clippers

Bulls 125-134 Wizards 

Grizzlies 99-90 Pelicans

Rockets 112-117 Thunder

Bucks 83-103 Magic



Allt það helsta úr leik Bucks og Magic má sjá hér fyrir neðan

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×