Enski boltinn

Sarri: Miðjubaráttan verður lykilatriði

Dagur Lárusson skrifar
Sarri á hliðarlínunni.
Sarri á hliðarlínunni. vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segir að það lið sem mun vera með völdin á miðjunni í leik City og Chelsea í dag muni vinna leikinn.

 

Manchester City og Chelsea mætast í stórleik umferðarinnar kl 16:00 en það verður eflaust hart barist allstaðar á vellinum. Sarri telur miðjuna vera algjört lykilbaráttusvæði í leiknum.

 

„Það mun vera mjög erfitt að stjórna leiknum, leikurinn mun meira og minna spilast á miðjunni, meira heldur en í sóknarþriðjungunum.“

 

„Við munum geta spilað vel ef við náum að stoppa Fernandinho og þeir munu getað spila vel ef þeir stoppa Jorginho.“

 

„Við eigum mikið af valmöguleikum þegar kemur að liðsvalinu en þeir eiga þó fleiri valmöguleika enda eru þeir búnir að vera saman núna í þrjú tímabil.“

 

„Ég man þó að þegar ég var hjá Napoli og Jorginho var tekinn út úr leiknum að þá náðum við samt sem áður oft að vinna og ég vona að það verði þannig einnig hjá Chelsea.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×