Fótbolti

Mbappe búinn að gefa meira en átta milljónir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappe kyssir HM-bikarinn. Hann varð  yngsti leikmaðurinn til að skora í úrslitaleik HM síðan Pele gerði það sautján ára gamall á Hm 1958.
Kylian Mbappe kyssir HM-bikarinn. Hann varð yngsti leikmaðurinn til að skora í úrslitaleik HM síðan Pele gerði það sautján ára gamall á Hm 1958. Getty/Laurens Lindhout
Franska ungstirnið Kylian Mbappe hefur komið mjög sterkur inn í að fjármagna leitina af Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson í Ermarsundi.

Kylian Mbappe hélt upp á tvítugsafmælið sitt í desember og þykir eitt mesta efni sem hefur komið fram í fótboltanum. Hann skoraði í úrslitaleik HM þegar Frakkar unnu heimsmeistaratitilinn síðasta sumar og hefur farið á kostum með liði Paris Saint-Germain.  

Mbappe er ekki aðeins frábær í fótbolta heldur hann er einnig örlátur á peninga sína þegar mikið liggur við. Þetta hefur komið vel í ljós á síðustu dögum.

Mbappe hafði áður gefið 30 þúsund evrur í söfnunina svo hægt væri að finna flugvélina og Emiliano Sala en hefur nú tvöfaldað þá upphæð. Independent segir frá en það hafa líka aðrir enskir miðlar gert.



Lík Emiliano Sala fannst í flugvélinni í síðustu viku en David Ibbotson hefur enn ekki fundist. Fjölskylda David Ibbotson hefur sett af stað samskonar söfnun og fjölskylda Sala gerði. Fjölskyldan vill finna Ibbotson og söfnunin fékk mikla vítamínsprautu með framlagi Mbappe.

David Ibbotson var að fljúga með Emiliano Sala frá Nantes til Cardiff 21. janúar síðastliðinn þegar vélin hrapaði rétt hjá Guernsey í Ermasundi.

Kylian Mbappe var þó ekkert að gera mikið úr raunsarskap sínum og gaf í söfnunina undir nafninu Elie Lottin en hans fulla nafn er Kylian Mbappe Lottin.

Kylian Mbappe hefur nú alls gefið 60 þúsund evrur eða meira en átta milljónir íslenskra króna í leitina af þeim Ibbotson og Sala.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×