Kim Kardashian og Jimmy Fallon aldrei verið hræddari í sjónvarpi

Kim Kardashian mætti í spjallþátt Jimmy Fallon í New York í lok síðustu viku. Þar tók hún þátt í stórkostlegum leik með spjallþáttastjórnandanum en þar áttu þau að snerta hlut sem þau sjá ekki og reyna giska um hvað sé að ræða.
Bæði voru þau nokkuð hrædd fyrir fram og Fallon byrjaði nú bara á því að snerta kartöflumús og sósu. Því næst fékk Kim Kardashian uppstoppaðan íkorna.
Fallon átti svo að snerta alvöru eðlu sem honum fannst hreinlega ekkert spes. Kim fékk einnig verkefnið að snerta krabba og að lokum var það einfaldlega lifandi mannshöfuð.
Steve Higgins, kynnir þáttanna, mætti í búrið og snertu þau andlit hans í sameiningu, og allt varð vitlaust eins og sjá má hér að neðan.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.