Viðskipti innlent

Ágúst til PwC

Atli Ísleifsson skrifar
Ágúst Kristinsson.
Ágúst Kristinsson. pwc
Ágúst Kristinsson löggiltur endurskoðandi hefur verið ráðinn til starfa hjá PwC.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Ágúst hafi að undanförnu rekið sína eigin endurskoðunarskrifstofu og sinnt ýmsum verkefnum í reikningsskilum, ráðgjöf og endurskoðun. Hafi hann sameinað rekstur sinn við PwC.

„Ágúst hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu. Starfaði hjá Deloitte í Reykjavík og New York í 18 ár, var í slitastjórn Byrs sparisjóðs og hefur setið í hinum ýmsu stjórnum og nefndum, einkum hjá fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum.

Ágúst lauk Cand. Oecon. prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2010,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×