Enski boltinn

Mörkin hans Aubameyang hafa skipt mestu máli á þessu tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang. Getty/Marc Atkins
Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal er á toppnum á athyglisverðum lista í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Tölfræðin sýnir að mörkin hans Aubameyang hafa í raun skipt mestu máli á þessu tímabili. Mörkin telja misjafnlega mikið þegar litið er á það hvernig leikurinn hefði farið ef viðkomandi leikmaður hefði ekki skorað. 

Pierre-Emerick Aubameyang hefur skorað fimmtán mörk og þau hafa skilað Arsenal-liðinu alls fjórtán stigum. Það þýðir ef hann hefði ekki skorað þessi mörk þá væri Arsenal liðið með fjórtán stigum færra.





Pierre-Emerick Aubameyang er þremur stigum á undan næstu mönnum sem eru þeir Aleksandar Mitrović hjá Fulham og Richarlison hjá Everton.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin hans Pierre-Emerick Aubameyang sem hafa skilað Arsenal-liðinu stigum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

- Eitt mark frá Aubameyang sá til þess að Arsenal fékk 3 stig en ekki 1 stig í 3-2 sigri á Cardiff City. (2 stig)

- Tvö mörk frá Aubameyang sáu til þess að Arsenal fékk 3 stig en ekki 1 stig í 3-1 sigri á Leicester City. (2 stig)

- Eitt mark frá Aubameyang sá til þess að Arsenal fékk 1 stig en ekki 0 stig í 2-2 jafntefli við Crystal Palace. (1 stig)

- Eitt mark frá Aubameyang sá til þess að Arsenal fékk 3 stig en ekki 1 stig í 2-1 sigri á Bournemouth. (2 stig)

- Tvö mörk frá Aubameyang sáu til þess að Arsenal fékk 3 stig en ekki 1 stig í 4-2 sigri á Tottenham. (2 stig)

- Tvö mörk frá Aubameyang sáu til þess að Arsenal fékk 3 stig en ekki 1 stig í 3-1 sigri á Burnley. (2 stig)

- Eitt mark frá Aubameyang sá til þess að Arsenal fékk 1 stig en ekki 0 stig í 1-1 jafntefli við Brighton. (1 stig)

- Eitt mark frá Aubameyang sá til þess að Arsenal fékk 3 stig en ekki 1 stig í 2-1 sigri á Cardiff City. (2 stig)

Mörk leikmanna sem hafa skilað sínum liðum flestum stigum:

1. Pierre-Emerick Aubameyang, Arsenal  14 stig (15 mörk)

2. Aleksandar Mitrović, Fulham 11 stig (10 mörk)

2. Richarlison, Everton 11 stig (10 mörk

4. Eden Hazard, Chelsea 10 stig (12 mörk)

5. Salomón Rondón, Newcastle 9 stig (6 mörk)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×