Handbolti

Elvar: Var alltaf inni í myndinni en lokasvarið tafðist

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar Ásgeirsson kveður Aftureldingu í vor
Elvar Ásgeirsson kveður Aftureldingu í vor S2 Sport
Elvar Ásgeirsson var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður þýska félagsins Stuttgart. Hann segist ánægður með að samningurinn sé loksins kominn í höfn.

„Þetta var ákveðið púsluspil hjá þeim þegar þeir voru að púsla saman liðinu fyrir næsta tímabil. Ég var alltaf inni í myndinni en lokasvarið tafðist svolítið,“ sagði Elvar við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Mig langaði þetta þannig að ég var kannski pínu stressaður að þetta myndi detta upp fyrir, en ég er bara gríðarlega stoltur og glaður að þetta sé komið.“

Elvar fór til Stuttgart til æfinga í lok síðasta árs en á meðan dróst að semja við Stuttgart hafði Balingen, efsta lið B-deildarinnar, samband.

„Ég og umboðsmaður minn fórum að líta í kringum okkur og skoða hvað væri í boði því við gátum ekki beðið endalaust.“

„Það var ein af ástæðunum að Stuttgart náði að ákveða sig, þá þurftu þeir að segja af eða á.“



Klippa: Elvar: Stoltur og glaður að þetta sé komið í höfn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×