Innlent

Með lífs­hættu­lega höfuð­á­verka eftir slags­mál við Borgar­holts­skóla

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Í tilkynningu lögreglu frá því í gærkvöldi segir að málið sé í rannsókn en ekki er greint frá því hvort að hinn aðilinn sem í átökunum stóð hafi verið handtekinn.
Í tilkynningu lögreglu frá því í gærkvöldi segir að málið sé í rannsókn en ekki er greint frá því hvort að hinn aðilinn sem í átökunum stóð hafi verið handtekinn. vísir/vilhelm
Síðdegis í gær var tilkynnt um slagsmál við Skólaveg í Grafarvogi sem er við Borgarholtsskóla.

Þar slógust tveir einstaklingar svo heiftarlega að annar var færður með sjúkrabifreið á slysadeild með lífshættulega höfuðáverka eftir atvikið.

Í tilkynningu lögreglu frá því í gærkvöldi segir að málið sé í rannsókn en ekki er greint frá því hvort að hinn aðilinn sem í átökunum stóð hafi verið handtekinn.

Þá var lögregla kölluð að hóteli í miðbænum þegar klukkan var að ganga tólf í gærkvöldi þar sem ungur maður í annarlegu ástandi var til vandræða.

Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands og ítrekaðra afskipta lögreglu fyrr um kvöldið, að öðru leyti var nóttin fremur róleg ef marka má skeyti lögreglu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×