Lífið

Karen og Hannes vilja 75 milljónir fyrir einbýlishúsið í Garðabænum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Karen og Hannes hafa komið sér vel fyrir.
Karen og Hannes hafa komið sér vel fyrir.
Fjölmiðlakonan Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastýra Samfylkingarinnar, og eiginmaður hennar, Hannes Ingi Geirsson, íþróttafræðingur, hafa sett hús sitt við Melás 2 í Garðabæ á söluskrá.

DV.is greinir fyrst frá en um er að ræða fallegt einbýlishús í góðu hverfi en stærð eignarinnar er um tvö hundruð fermetrar.

Húsið stendur á 800 fermetra lóð og er heitur pottur á palli fyrir utan húsið sem er tveggja hæða auk bílskúrs.

Ásett verð er 74,9 milljónir en í húsinu eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Fasteignamat eignarinnar er rúmlega 71 milljón en hér að neðan má sjá myndir úr eigninni í Garðabæ.

 

 

Smekklegt hús í Garðabænum.
Falleg setustofa.
Smekklegt svefnherbergi.
Fínt að hafa heitan pott í garðinum.
Hornbaðkar inni á baðherbergi.
Tvö baðherbergi eru í húsinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×