Handbolti

Þrettán íslensk mörk í tapi Álaborgar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ómar Ingi Magnússon fann sig ekki á HM en hann leikur við hvern fingur með félagsliði sínu
Ómar Ingi Magnússon fann sig ekki á HM en hann leikur við hvern fingur með félagsliði sínu vísir/getty
Álaborg mistókst að komast á topp dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta þegar liðið tapaði fyrir Bjerringbro-Silkeborg í kvöld.

Jacob Lassen tryggði gestunum í Bjerringbro eins marks sigur, 33-34, á lokasekúndum leiksins.

Mikið jafnræði hafði verið með liðunum allan leikinn og mikil spenna, en heimamenn höfðu þó verið með yfirhöndina þar til á lokasprettinum.

Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk fyrir Álaborg og var markahæstur, Janus Daði Smárason bætti fimm við.

Vignir Svavarsson kom ekkert við sögu miðað við tölfræðilínu hans í leik Holstebro og Ringsted. Holstebro vann leikinn þægilega 32-23.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×