Enski boltinn

Líkir Manchester United liðinu við Frankenstein

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexis Sanchez er einn af þeim sem passar ekki inn í Manchester United liðið og hefur ollið miklum vonbrigðum eftir að hann kom á Old Trafford.
Alexis Sanchez er einn af þeim sem passar ekki inn í Manchester United liðið og hefur ollið miklum vonbrigðum eftir að hann kom á Old Trafford. Getty/Jean Catuffe
Knattspyrnusérfæðingar Englendinga hafa keppst við að greina leik Manchester United eftir tapið á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í vikunni.

Ole Gunnar Solskjær tapaði ekki í fyrstu ellefu leikjum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United og flestir voru bjartsýnir á gott gengi á móti Neymar-lausu PSG-liði í Meistaradeildinni.

Áfallið var því talsvert á Old Trafford á þriðjudagskvöldið, ekki bara að tapa leiknum heldur meira að líta út fyrir að vera númeri eða númerum og lítið fyrir eitt af sterkustu liðunum í Evrópu í dag.

James Ducker, blaðamaður á Telegraph, er einn af þessum knattspyrnusérfræðingum sem hafa greint stöðu mála hjá Solskjær og United-liðinu og hann er með sláandi samlíkingu.





Ducker líkir leikmannahópi Manchester United í dag við sjálfan Frankenstein. Lið samansett úr mismundandi pörtum sem passa ekki alveg saman.

Ástæðan er meðal annars rótið á knattspyrnustjórastöðu félagsins undanfarin ár þar sem þrír mismunandi stjórar hafa verið að eyða talsverðum peningi í nýja leikmenn.

Í stað þess að finna réttu mennina í veikustu stöður liðsins er leikmannhópurinn „ofhlaðinn“ á öðrum stöðum en vanhagar um sterka leikmenn annars staðar.

David Moyes, Louis van Gaal og José Mourinho fengu að verðuga verkefni að byggja upp nýtt framtíðarlið eftir fráhvarf Sir Alex Ferguson en það er ekki auðvelt á stað eins og Old Trafford þar sem stuðningsmenn vilja bæði titla og skemmtilegan sóknarfótbolta.

United á eftir að finna út úr því hvort Solskjaer eða Mauricio Pochettino sé rétti maðurinn í brúna og fleiri slæm úrslit úr komandi erfiður leikjaprógrammi munu örugglega minnka líkurnar á að Norðmaðurinn hreppi stöðuna.

Hvor sem fær hnossið í sumar þarf að taka stórar ákvarðanir með það markmið að fylla upp í „veiku“ stöðurnar í United-liðinu til að hjálpa því að vinna upp það forskot sem bestu lið Englands og Evrópu hafa þegar náð á félagið.

Hann er eins og fleiri sammála um það að Manchester United þarf að byrja að velja rétt bæði hvað varðar stjóra og leikmenn.

Ole Gunnar Solskjær hefur gjörbreytt andrúmsloftinu á Old Trafford og öflugir ungir leikmenn liðsins hafa verið að framlengja sína samninga að undanförnu. Framtíðin er því ekki svört og með réttu púslunum í sumar ætti United að líkjast meira sjálfum sér og minna Frankenstein á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×