Handbolti

Birna Berg: Síðustu dagar hafa verið virkilega erfiðir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birna Berg Haraldsdóttir þurfti að fara í tvær hnéaðgerðir á fjórum mánuðum en er nú komin til baka.
Birna Berg Haraldsdóttir þurfti að fara í tvær hnéaðgerðir á fjórum mánuðum en er nú komin til baka. Mynd/Instagram/birnaberg
Íslenska landsliðskonan Birna Berg Haraldsdóttir skipti Danmörku út fyrir Þýskalandi en hún er gengin til liðs við þýska úrvalsdeildarfélagið Neckarsulmer SU.

Birna Berg er nýkomin til baka eftir erfið meiðsli en hún hefur spilað með danska félaginu Aarhus United frá árinu 2017.

Birna Berg byrjaði atvinnumannferil sinn með sænska félaginu IK Sävehof, fór svo til norska félagsins Glassverket IF og er nú að fara að spila sem atvinnumaður í fjórða landinu.

Birna Berg skrifaði um félagsskiptin sín inn á Instagram-síðu sinni.

„Síðustu dagar hafa verið virkilega erfiðir og tilfinningaríkir. Ég er svo þakklát fyrir tíma minn hjá Aarhus United. Ég hef hitt yndislegt fólk og eignast vini sem munu endast mér út lífið. Félagið og fólkið mun alltaf eiga sinn stað í hjarta mínu,“ skrifaði Birna.

„Ég hef ákveðið að flytja mig yfir til Þýskalands. Ég er mjög spennt fyrir því að halda áfram handboltaferli mínum þar og byrja nýtt ævintýri í nýju landi með nýju félagi og á nýju tungumáli. Ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri og get ekki beðið eftir því að sjá framtíðin ber í skauti sér,“ skrifaði Birna eins og sjá má hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×