Körfubolti

LeBron hæstur á tekjulistanum fimmta árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James fær tæpa ellefu milljarða í árslaun.
LeBron James fær tæpa ellefu milljarða í árslaun. Getty/Joe Robbins
LeBron James er sá leikmaður NBA-deildarinnar sem hefur mestu tekjurnar þegar er búið að leggja saman laun, auglýsingasamninga og aðrar tekjur leikmannanna. Steph Curry er í öðru sæti.

LeBron James hefur 88,7 milljónir dollara í tekjum fyrir 2018-19 tímabilið sem er hann fyrsta hjá Los Angeles Lakers. Þetta kemur fram í samantekt Forbes blaðsins. 88,7 milljónir dollara eru 10,6 milljarðar í íslenskum krónum.  Þetta er fimmta árið í röð þar sem LeBron James er hæstur á þessum árlega lista.

Lakers borgar James 35,7 milljónir dollara í laun og bónusa en hann hefur að auki 53 milljónir í tekjur annars staðar frá. Meðal fyrirtækja sem styðja hann eru Nike, Coca-Cola, Beats By Dre, Blaze Pizza og 2K Sport.





Stephen Curry er í öðru sæti með 79,5 milljónir dollara í heildartekjum. Curry fær 37,5 milljónir dollara í laun og bónusgreiðslur frá Golden State Warriors en fær síðan 42 milljónir dollara í aðrar tekjur.

Næstu menn á listanum eru síðan Kevin Durant (65 milljónir dollara), Russell Westbrook (53,7 milljónir) og James Harden (47,4 milljónir dollara).

Chris Paul sker sig nokkuð úr hvað varðar hlutfall launa af heildartekjum en hann í sjötta sæti á listanum. Hann fær þannig 35,7 milljónir dollara í laun og bónusgreiðslur en er „aðeins“ með 8 milljónir í aðrar tekjur.

Giannis Antetokounmpo er í sjöunda sætinu, Damian Lillard er áttundi, Blake Griffin er í níunda sæti og Paul George er síðan tíundi á þessum heildatekjulista Forbes.

Það má lesa meira um tekjur þessara toppmanna með því að smella hér.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×