Enski boltinn

Segja þá ætla að bjóða Liverpool 7,6 milljarða plús Dybala fyrir Salah

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah.
Mohamed Salah. Getty/Simon Stacpoole
Juventus hefur mikinn áhuga á að bæta Liverpool manninum Mohamed Salah við hlið Cristiano Ronaldo í sóknarlínu liðsins fyrir næstu leiktíð.

Ítalska blaðið Tuttosport sló því upp á forsíðu sinni að Juventus sé þegar búið að setja saman tilboð í Egyptann.

Samkvæmt þeirri frétt mun Jventus bjóða Liverpool bæði 50 milljónir punda og argentínska framherjann Paulo Dybala fyrir Mohamed Salah.

Paulo Dybala hefur verið aðalstjarnan í sóknarleik Juventus undanfarin ár en það breyttist með komu Cristiano Ronaldo. Hann skoraði 26 mörk í öllum keppnum í fyrravetur og 19 mörk og 23 mörk tímabilin þar á undan.





Dybala hefur aftur á móti skorað 7 mörk í 28 leikjum með Jventus í öllum keppnum á þessari leiktíð en aðeins 2 mörk í 20 leikjum í ítölsku deildinni. Fimm af mörkum Argentínumannsins hafa komið í Meistaradeildinni. Mohamed Salah er hins vegar markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 17 mörk en hann er alls með 20 mörk í öllum keppnum.

Salah er 26 ára gamall og á sínu öðru tímabili hjá Liverpool eftir að félagið keypti hann frá Roma. Hann skoraði 44 mörk á sínu fyrsta tímabili. Paulo Dybala er einu ári yngri og hefur verið hjá Juventus frá árinu 2015.

Mohamed Salah er algjör lykilmaður í sóknarleik Liverpool og því ekki líklegt að Liverpool sé tilbúið að selja hann enda Egyptinn nýbúinn að skrifa undir samning til ársins 2023.

Það væri á móti margir spenntir fyrir því að sjá hvernig Dybala myndi passa inn í enska boltann. Það mikið búið að láta með þennan strák og hann skoraði sigurmarkið á Old Trafford í Meistaradeildinni í október.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×