Körfubolti

Formaður KKÍ: Verður meiri öryggisgæsla á úrslitaleikjunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frá látunum í Höllinni í gær.
Frá látunum í Höllinni í gær. mynd/ólafur þór jónsson
Það sauð upp úr í Laugardalshöllinni í gær á leik Stjörnunnar og ÍR í undanúrslitum Geysisbikarsins í körfubolta. Stuðningsmanni Stjörnunnar var vísað úr húsi fyrir að kýla stuðningsmann ÍR.

Atvikið átti sér stað þegar leikurinn var nýfarinn af stað og því ljóst að einhverjum var heitt í hamsi strax í upphafi.

Sjá einnig:Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll

„Þetta er hundleiðinlegt mál. Ég ítreka það sem ég hef sagt og skrifaði í pistli fyrir helgina að áhorfendur séu fyrirmyndir og eigi að styðja sitt lið á jákvæðan hátt,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hálfmiður sín yfir þessari uppákomu. Skiljanlega.

„Við erum að fara vel yfir þetta og ljóst að við þurfum að bregðast við þessu. Við erum þegar búin að auka öryggisgæsluna fyrir úrslitaleikina og bæta við okkur fólki þar.“

Hannes segir að öryggisgæslan hafi brugðist strax vel við er sauð upp úr í gær.

„Svo ræddu fulltrúar stuðningsmannanna saman og róuðu fólk niður. Þetta snýst ekkert um Stjörnuna og ÍR heldur einn einstakling sem því miður hefur ekki alveg verið til í að mæta á leikinn og hafa gaman,“ segir Hannes en fær sá einstaklingur að koma á úrslitaleikina?

„Nei, ég á ekki von á því og við munum ræða það við fulltrúa Stjörnunnar.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×