Enski boltinn

Býður United í Sancho?

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jadon Sancho hefur slegið í gegn hjá Dortmund.
Jadon Sancho hefur slegið í gegn hjá Dortmund. Vísir/Getty
Enska götublaðið The Sun greinir frá því í dag að Manchester United ætli sér að bjóða 70 milljónir punda í Jadon Sancho leikmann Borussia Dortmund.

Sancho kom frá Manchester City í ágúst árið 2017. Hann hafði fengið fá tækifæri hjá enska liðinu en hann var í tvö og hálft ár hjá City eftir að hafa komið frá Watford. Pep Guardiola vildi halda í leikmanninn unga en gat ekki lofað honum mínútum í ógnarsterku liði City.

Samkvæmt heimildum The Sun ætlar United að bjóða 70 milljónir króna í Englendinginn unga. Manchester City fengi 15% af kaupverðinu ef af félagaskiptunum yrði auk þess að fá tækifæri til að jafna öll þau boð sem Dortmund fær í Sancho.

Sancho hefur skorað átta mörk og lagt upp tíu til viðbótar í 28 leikjum á þessu tímabili og meðal annars unnið sér sæti í enska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×