Erlent

Fimm látnir eftir skotárás á ferðamannastað í Mexíkó

Andri Eysteinsson skrifar
Cancún, sem hefur verið vinsæll ferðamannastaður, er nú þungamiðja átaka eiturlyfjagengja í Mexíkó
Cancún, sem hefur verið vinsæll ferðamannastaður, er nú þungamiðja átaka eiturlyfjagengja í Mexíkó EPA/ Alonso Capul
Þungvopnaður hópur fjögurra manna réðst í nótt inn á bar í borginni Cancún í Mexíkó og hóf þar skothríð.

Fimm létust og fimm slösuðust, þar af tveir alvarlega, í árásinni sem er talin tengjast eiturlyfjastríði borgarinnar en samkvæmt frétt Guardian leikur grunur á að Jalisco eiturlyfjagengið standi á bakvið árásina.

Samkvæmt yfirvöldum í Quintana Roo héraði réðust mennirnir inn á barinn La Kuka á aðalgötu Cancún, um 6 kílómetra frá vinsælustu ferðamannastöðum strandborgarinnar. Mennirnir voru vopnaðir bæði riffli og skammbyssum.

Ofbeldi hefur aukist í ríkinu undanfarið vegna meiri ítaka Jalisco-gengisins. Á síðasta ári voru 774 myrtir í Quintana Roo, árið áður höfðu 359 verið myrtir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×