Erlent

Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þingmennirnir sjö á blaðamannafundi í morgun.
Þingmennirnir sjö á blaðamannafundi í morgun. Getty/Leon Neal
Sjö þingmenn þingmenn breska Verkamannaflokksins hafa sagt sig úr flokknum vegna óánægju með Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins. Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu Corbyn vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um gyðingahatur innan flokksins.

Þingmennirnir sjö eru Chuka Umunna, Luciana Berger, Chris Leslie, Angela Smith, Mike Gapes, Gavin Shuker og Ann Coffey. Flest hafa þau verið harðir andstæðingar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og gagnrýnt stefnu flokksins vegna Brexit.

Corbyn hefur verið sakaður um að taka ekki á gyðingahatri innan flokksins og sagði Luciane Berger, einn þingmannanna sem nú er hætt í flokknum að það væri meðal annars ástæðan fyrir úrsögn þeirra.

Sjömenningarnar hafa ekki í hyggju að stofna nýjan flokk en ætla þess í stað að mynda sjálfstæðan hóp á breska þinginu. Hvöttu þau þingmenn annarra flokka, sem mögulega væru ósáttur við Brexit, til þess að ganga til liðs við þau, ekki síst þingmenn Íhaldsflokksins sem væri hlynntir aðild Bretlands að ESB.

Úrsögn þingmanna sjö er stærsti klofningur Verkamannaflokksins frá árinu 1981 þegar fjórir þingmenn stofnuðu flokk Sósíaldemókrata

Í yfirlýsingu sagði Corbyn að sér þætti leitt að þingmennirnir hafi ákveðið að yfirgefa flokkinn, sem muni áfram vinna að stefnumálum sínun.

Bretland mun að óbreyttu yfirgefa Evrópusambandið eftir 39 daga, þann 29. mars næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×