Innlent

Starfs­greina­sam­bandið metur hvort vísa eigi kjara­deilu til ríkis­sátta­semjara

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambandsins.
Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambandsins. Fréttablaðið/Auðunn
Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til.

Í tilkynningu frá SGS segir að væntingar séu um að fram komi hugmyndir eða tillögur í framhaldi af viðræðu forystu ASÍ og stjórnvalda á morgun, þriðjudag. Hefur viðræðunefnd verið boðið til fundar síðdegis þann dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×